25. febrúar 2009

öskudagur

já öskudagur að verða búinn….alveg er mér sama….:)

Davíð kom heim með 2.5 kg af sælgæti hérna eftir matinn en Arnar Helgi neitaði algerlega að fara í búning…ekki séns að fá hann til að fara í hann….!

Ræktin gengur fínt…allt á niðurleið sko. :)

allir með vinnu ennþá …

kúrs tvö að klárast í skólanum á morgun….þá er bara einn eftir + BA verkefnið.

útskrift 13.júní.

búin að panta sumarbústað í mars…ætlum að fara bara tvö skötuhjú og gera EKKERT :) verður snilld :)

frí í vinnunni þessa daga og næstu helgi….ætla bara að njóta þess að vera heima :)

nenni ekki meir

Ummæli (16) | Óflokkað

16. febrúar 2009

Merkur Maður

já í minum huga er merkur maður fallinn frá. Maður sem ég á mikið að þakka og ber ómælda virðingu fyrir, maður sem studdi með ráðum og dáðum…maður sem gerði svo langt umfram það sem honum bar skylda til. Maður sem studdi við bakið á okkur mæðginum þegar á þurfti að halda….maður sem hlustaði og spurði….vildi vita og vildi hlusta…

Mér er alveg sama hvað aðrir segja í þessu máli…hann reyndist mér vel…sumir voru ekki sammála honum og því síst í pólitík en ég hefði kosið hann hvar og hvenær sem væri….nánast sama hvaða flokk hann hefði tilheyrt….:)

ég hitti hann reglulega eftir að við fluttum hingað “inneftir” bæði…alltaf hafði hann tíma til að stoppa…spjalla og spyrja frétta…hvað væri að frétta af Davíð…hvernig heilsan væri…hvernig ég hefði það og hvað ég væri að bardúsa….

finnst eins og ég eigi eftir að segja einu sinni enn takk fyrir mig …. takk fyrir allt….

þið vitið örugglega flest hver þetta er….og hvernig hann reyndist mér á sínum tíma….bara yndislegur :)

takk

Ummæli (5) | Óflokkað

15. febrúar 2009

sunnudagur

íþróttahelgin ógurlega að verða búin…heheh er sjálf í rætinni á fös og lau, strákar fóru í fjallið í gær í skíðaskóla, það er SB og DH. Svo er hokkýæfing í dag, fótboltaæfing hjá Kris og svo er skautadagur í dag hjá 1.bekk sem DH og Kris ætla á…allt að gerast sko ! Ég ætla hins vegar að “skrópa” í ræktina í dag….nenni því bara alls ekki !

fyrra prófið í áfanga nr 2 búið…fórum í prófið á föstudaginn….gekk held ég bara ágætlega….meira af því síðar :)

já ég er búin að fá vinnuna mín aftur næsta sumar….það er á geðdeildinni….fékk póst frá Benna að mitt starf væri tryggt….veit að við verðum 3 sem vorum síðasta sumar….bara snilld :)

Svo er spurning hvað verður næsta vetur….er farin að snúast í hringi…buið að breyta kennsluréttindanáminu þannig að það er 3ár og 120 einingar ! er ekki alveg að gúddera það….sé til….er hægt að taka líka í fjarnámi frá HÍ og þá með vinnu eins og það var hérna….svo er spurning um útlönd eða bara fara á atvinnuleysisbætur ;) gaman að því :)

Hún Maja sem vinnur á deildinni hans AH fór að tala við mig á föstudaginn um að þeim fyndist AH hafa tekið svo rosalega mikið þroskastökk bara núna eftir áramótin….vorum búin að tala aðeins um þetta hérna heima…enda er dekurrófan okkar alger snillingur….í morgun var Davíð að klæða sig í hokkýgallann og AH var inni í herbergi hjá okkur með einhver spil sem D á….og vill alls ekki að AH hafi….um leið og ég kallaði á D þá sópaði hann saman spilunum og stakk þeim…ásamt hausnum á sjálfum sér undir sængina….svo þegar hann heyrði í D koma næst þá sópaði hann þeim aftur undir sængina og reyndi að blístra út í loftið…..alveg saklaus :)

Fór með þá gaura í klippingu á föstudaginn…á leiðinni fer D að tala um að hann langi svo til að hafa svona mikið hár….vissi ekki alveg hvað hann var að meina og spurði hvort hann myndi nenna að safna hári….uuuu hann langaði amk til að hafa svona skott ! skemmst frá því að segja að svarið var einfalt og stutt ” NEI það er ekki í boði” hann aftur á móti fékk þennan fína kamb….s.s hægt að greiða hárið í kamb og þess á milli er það bara venjulegt.

farin

Ummæli (2) | Óflokkað

11. febrúar 2009

miðvikudagur

jæja já…..geðið að skána…enda vinnutörnin búin og allt að róast í bili :)   Kláraði í morgun og svo er ég að bíða eftir Lindunni minni bumbulínunni því við ætlum að hittast kl 10 og byrja aðeins að skrifa um raflostmeðferðirnar okkar. Þurfum að panta millisafnalán og greinar sem við ætlum að nota sem ekki eru fánalegar “online” í gagnasöfnum. Eru mest greinar frá því 1930-1970 sem ekki hefur verið komið inn í gagnagrunna. Svo er ætlunin að fá tíma hjá geðlækni FSA sem sér um þessar meðferðir….jafnvel að fá að vera viðstaddar ef það er í boði….hef reyndar séð meðferðina framkvæmda en væri gaman að fá fræðslu með tilliti til þess að við erum að skrifa um þetta. Ætlum að fá munnlegar heimildir frá lækninum góða og vonandi getur hann skerpt á sögunni með okkur og bent okkar á eitthvað sniðugt ;)   hehehe óheppin þið ef ykkur finnst þetta ekki spennandi því mér finnst þetta hryllilega spennandi og á örugglega eftir að “uppdata” ykkur reglulega;)

annars er ekkert merkilegt að frétta síðan síðast….jú nema geðið færist upp á við….samt ekki í þrýstingi sko ;)

Ummæli (4) | Óflokkað

10. febrúar 2009

þriðjudagur

habahaba……ekkert að frétta….nenni bara ekki að blogga….hef ekkert að segja….geðið stirt og leiðinlegt þessa dagana….er aðeins farin að finna fyrir vinnu-skóla-börnum-heimili-æfingaskutl-ræktin osfrv. En hey ég valdi þetta sjálf og þetta er alveg að taka enda….bíta á jaxlinn og bölva í hljóði ;) frekar leiðinlegt að vera í skólanum fara á næturvakt og svo aftur í skólann….er sem betur fer yfirleitt bara á einni næturvakt í einu þannig að þetta sleppur þó maður sofi ekki einn og einn sólarhring nema í kríuformi :)   er ekki sú skemmtilegasta til sambúðar … nöldra stöðugt um rusl og drasl og lélega umgengni :) alveg frábær ;) má bjóða einhverjum í kaffi og nöldur eða ???? nei bara spyr….ekki fara úr skónum þegar þið komið ;)   Er á svona tímabili þar sem maður fær samviskubit yfir hverri mínútu sem fer ekki í neitt….þ.e að horfa á sjónvarp eða facebook….eiga samt allir hrein föt til skiptanna….ennþá amk :)

svo eru BA skrifin okkar að hefjast….planið er að lesa á mánudögum og hittast svo og skrifa á þri og mið…svo er náttúrulega skóli á fim og fös….strangt plan framundan;)

kreppan góða hefur ekki náð í rassinn á okkur….getum borgað mánuðinn og verslað í matinn osfrv….finnum að sjálfsögðu fyrir minni pening milli handa-því meira í búðinni ! En þetta sleppur allt…..vona að lottóið bjargi öllu sem mig langar í einn góðan laugardag :) En við erum bæði með vinnu….vinnu sem svo sem ekkert algert draumadjobb hjá mér en skilar samt fínni upphæð í kassann…..tími ekki að sleppa henni:)

jæja….ætla að leggja mig fyrir næturvaktina áður en ég sæki AH…svo er ræktin í kvöld og svo verður að spýta í lófana við BA lestur í nótt…..

æi fjandinn….það er víst próf á föstudaginn líka….tek tölvuna með og les glósur á milli þess sem ég þurrka af í slotinu “hinumegin”  gaman að ná aldrei í rassinn á sjálfum sér hérna heima með þrif en þrífa svo annarsstaðar á nóttunni ;) gaman að því…..þeir sem þekkja mig vita að það er alveg ég ! Heimilisþrif er efst á óskalistanum hjá mér ennþá….það er einhver til að gera þau fyrir mig….muahahahah þegar ég verð búin að vinna í Lottó ! :)

jæja farin að sofa úr mér leiðindin….

fýlupúkinn

Ummæli (3) | Óflokkað

2. febrúar 2009

voðalegar kröfur eru þetta….nýbúin að blogga Sindri !

Annars er lítið að frétta af þessum vígstöðvum….sérefni í klínískri sálfræði er búið….var sállyfjafræði….mjög skemmtilegt fag… endaði með 7.5 í lokaeinkunn…ágætt bara ;) svo tekur næsta fag við á fimmtudaginn…það verður kennt á fim og fös frá kl 8.10-15.10…Guðrún ertu að taka eftir….fim og fös frá 8.10-15.10 :) laus bara nánast alltaf í slúður og kaffi :)

Er að gera sæmilega gott mót í ræktinni…ennþá…heheh þokast niður á við….annars er eitt sem ég skil ekki hvað tengist ræktinni…hvernig í ósköpunum er hægt að koma með allt meikuppið í tíma og ganga þannig út aftur….eins og konan sagði….”ég er ekki í ræktinni til að vera töff”  “er bara alls ekkert töff í ræktinni”  en það er nú svo margt sem ég skil ekki ;)

afskaplega ómerkilegt og lítið blogg….var sérstaklega gert fyrir heimilisköttinn sem strauk að heimann !

Ummæli (9) | Óflokkað

26. janúar 2009

letibloggari

heheh ekki alveg að standa mig :/

annars er allt fínt að frétta héðan. Nóg að gera…fyrsta fagið að klárast í vikunni og próf nr 2 að bresta á á föstudaginn :) þá byrjar næsta fag á fim í næstu viku. Sprettur sprettur….

er búin að vera öfga dugleg í ræktinni….fyrsta vikan gekk vel…fór amk slatta niður á við…:) svo er bara að halda áfram að losa sig við þessi aukakíló….erum búnar að komast að því að líklega verðum við beðnar að hætta áður en námskeiðið er búið því við hverfum svo hratt muahahaha ;) erum ógisslega góðar með okkur bara…enda alllls ekki stærstar og hvað þá minnstar ! heheh vantar kannski stundum upp á taktinn svona en höfum ekki hlaupið saman í danssporunum eins og við Helga hérna um árið ;)

Vinnan gengur fínt…var að vinna um helgina…ótrúlegt hvað er gaman að vera með svona gömlu fólki…þau eru svo ljúf og yndisleg…fulllt af ömmum og öfum sem eru alltaf segja manni hvað maður er frábær :)

Strákarnir eru á fullu í sínum skólum og hokký…

pabbinn er enn í sinni vinnu bara…vonum að svo verði áfram bara ;)

er búin að vera með heimilisketti hérna…tvo ósköp ljúfa…Sindri og “frú” hafa verið hérna með annan fótin…þau eru svo krúttleg :) og svo er ekki verra að hafa einhvern í húsinu til að “hlusta og gefa auga” á meðan maður skreppur í búð eða í ræktina ;) Sindri ertu ekki á leiðinni annars í dag eða ???? eheheh það er ræktin í kvöld sko :)

jæja best að gera eitthvað af viti :)

Ummæli (6) | Óflokkað

11. janúar 2009

skal segja ykkur það !

sjö ár….það eru sko sjö ár en ekki sex ! gleymdi því rétt sem snöggvast að það er víst 2009 en ekki 2008….ha jú jú það er í lagi með mig sko….eða ekki bara :)

Ummæli (4) | Óflokkað

11.janúar 2008

6ár trúiði því ?! kemur manni á óvart á hverju ári hvað tíminn líður hratt. Verður stundum hugsað til fyrstu áranna á eftir þar sem þessir dagar voru algert hell….alveg ósjálfrátt…ha jú jú ég er í fínu standi….ekkert mál….svo einhvern vegin var maður það bara ekkert. Hund geðvond og stygg og þar fram eftir götunum…eins gott að standa og sitja eins og drottningin vildi ;)

en þetta hefst allt með tímanum ;)

í dag fór frúin á fætur um eittleytið eftir seinni næturvakt helgarinnar, bakaði skúffuköku í gaurana, tók á móti pabba og tengdapabba í kaffi, fór svo með gaurana , labbaði í búðina til að kaupa ís og snakk, mokaði stéttina, leyfði þeim að horfa á mynd á vodinu á meðan skellt var í pizzudeig fyrir kvöldmatinn.

ósköp ljúft að vera bara heima og knúsa strákana sína og hafa það náðugt í snjókomunni, kertaljós og notalegheit ;)

Pabbinn á heimilinu hefur snúist í kringum fótboltann í dag, fór á æfingu kl 15 í Þelamörk eins og alltaf á sunnudögum og fór svo að horfa á leik hjá pabba. Eitthvað með man.utd …. veit ekki meir ;)

Dísa

Ummæli (8) | Óflokkað

4. janúar 2009

Gleðilegt árið

jæja nýja árið komið og rútínan að komast á aftur….hveeersu gott verður það ! ? Er komin með krónískan hausverk af ofáti, sykri, inniveru, sjónvarps og tölvuglápi, svefni og sófakúri. Sjitt hvað þessi jól voru góð….aaallltof góð eiginlega….maður er eiginlega farinn að bíða eftir stressdögum, litlum svefni, þeytingum og púsli….bwahahaha ekki alveg en samt :) Fórum samt á skauta familian….öll….já öll…líka við skötuhjúin….sá eini sem datt við Kris….en það var voða nett(bara svona koma því að að það var ekki ég sem datt !) Svo erum við bara búin að vera í slökun og aftur slökun, horfa á sjónvarpið, tókum eitt spilakvöld, vorum með árlegt áramótapartý. Sindri var hjá okkur um jólin því mamma og Kiddi voru á Kanarý. ósköp ljúft að hafa kauða….rólegur og viljugur að sendast ;) aldrei ves ;) já og svo kom hann með afruglarann fyrir stöð 2…vakti ennþá meiri lukku.

Mikið verður nú gott að hitta gamla settið á morgun…hef ekki séð þau síðan einhvern tíman um miðjan desember !

Annars vorum við hérna óvenjumörg á aðfangadagskvöld. Tengdapabbi, Sindri og Pabbi voru hjá okkur og svo voru okkar jól með Sæþór Bjarka líka þannig það var fullsetið við borðstofuborðið þetta árið :) baaara gaman að vera svona mörg :) Svo spóluðu strákarnir upp pakkana á “nótæm” og þá var það búið…..hægt að taka jólaskrautið niður bara…jólin búin:) ehehe ekki alveg en svona nánast .. eru búin fyrir mér á milli jóla og nýárs…þoli ekki að hlusta á jólalög eftir annan í jólum…bara pirrandi…ég sem hlusta helst bara á jólalög frá miðjum nóv til jóla ! finnst þau æði en jólaandinn er alveg dottinn út eftir annan og þá vil ég helst bara losna við þetta “drasl” úr húsinu ;) heheheh klikkun ég veit.

Tók annars meiri hlutann af jóladotinu niður í dag og finnst það ósköp kósý bara…búin að vera að þurrka glugga og raða myndum upp aftur…voða hreint og fínt eitthvað ;)

svo er bara lokahnikkurinn í skólanum eftir….sjetturinn …. þetta er að verða búið…ætla sko að hafa útskriftarveislu í vor…”láta” mömmu sauma á mig kjól….eða biðja hana að “hjálpa” mér að sauma því ég ætla að verða orðin svo mjó að ég passa ekki í neitt af því sem ég á….kannski að Victoria Beckham geti lánað mér eitthvað…ætla að verða svoo mjó sko:) nei kannski ekki alveg en nýr lífstíll er að byrja (já eins og öll hin árin) bwahahahah sjáum til hvað það endist….spurning um að gera svona hliðarsíðu með fyrir og eftirmyndum og málum af mitti, rassi og brjóstum! það væri nú töff….eða ekki :) hehehe amk ekki alveg ég:)

Nenni alls ekki að gera pistil fyrir árið 2008 það var bara nokkuð gott held ég.

Er hins vegar búin að skipta um skoðun….eftir að ég byrjaði upp á deild þá fannst mér “gamla” fólkið svo heillandi, það er að vinna með því og í raun finnst mér það alveg ennþá en hitt er svona þúsund sinnum skemmtilegra….t.d eins og Helga M benti mér á muninn á því sem telst hápunktur dagsins á þessum tveimur stöðum….hehehe ekki alveg það sama….já og svona með hverju þarf að fylgjast og hvað þarf að skoða og svona….hmmmm held þetta sé ekki spurning…væri samt til í að vinna með eldra fólkinu en bara á öðrum grundvelli en bara umönnun…. geðbatterýið er amk það sem á hug minn allan í dag….maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi, ef ekki af sjúklingum þá af starfsfólkinu….læknar sem eru endalaust til í að benda manni á eitthvað merkilegt, gefa sér tíma til að skýra fyrir manni málin, óumbeðnir, hjúkkur sem benda manni á efni til að lesa og peppa mann upp í BA verkefnisskrifum og svo allir hinir sem eru boðnir og búnir til að leiðbeina og aðstoða.Tvímælalaust besti vinnustaður sem ég hef unnið á, mórallinn er frábær, og allir einhver vegin jafnir….hefur tekist mjög vel upp þarna ;) góður “uppeldisstaður” ef maður hefur áhuga á þessu :)

er annars í útrásarhug miklum….ligg á síðum til að skoða húsnæði og skóla….er alveg komin í hring með hvað er best að gera…..stelpur þið komið bara í jólaklúbb til mín eitthvað út í heim….:) ætla svo sem ekkert að opinbera alveg hvað er að gerast í haus en þetta kitlar svaðalega ….er einhvern vegin búin að komast að því að það sé ekki svo galið :) hehehe spurjið mig eftir viku…þá verð ég kannski farin að spá eitthvað annað….

jæja best að reyna að hafa sig í rúmið og snúa sólarhringnum við…litli mann á að fara í leikskólann í fyrramálið…en Davíð í skólann á þriðjudaginn….ég sjálf byrja á föstudaginn en er að fara að vinna kl 2 á morgun :)

hilsur :)

Ummæli (9) | Óflokkað